Markmaðurinn jafnaði í blálokin (myndskeið)

Lið Hunedoara með markvörðinn marksækna fyrir miðju í fremstu röð.
Lið Hunedoara með markvörðinn marksækna fyrir miðju í fremstu röð. Ljósmynd/Hunedoara, Facebook

Markverði dreymir oft um að skora mikilvæg mörk í fótboltaleikjum þegar þeir bregða sér inn í vítateig andstæðinganna í blálokin og það gerði rúmenski markvörðurinn Florin Rat um helgina í neðrideildaleik í Rúmeníu.

Lið hans, Hunedoara, lenti undir gegn toppliðinu Metalurgistul Cugir, 2:3, á 89. mínútu leiks liðanna í C-deildinni og útlitið var svart. Þegar komið var fram á áttundu mínútu í uppbótartímanum brá Rat sér fram í vítateig Metalurgistul, tók þar við fyrirgjöf og tryggði liði sínu dýrmætt stig. Um leið sá hann til þess að andstæðingarnir töpuðu sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Sjón er annars sögu ríkari.

mbl.is