Forseti FIFA með veiruna

Gianni Infantino er með kórónuveiruna.
Gianni Infantino er með kórónuveiruna. AFP

Gianni Infantino forseti FIFA er með kórónuveiruna en FIFA greindi frá tíðindunum í dag. Ítalinn er með væg einkenni og í einangrun. 

Verður Infantino í einangrun í að minnsta kosti tíu daga en hann er fimmtugur. Hefur öllum sem hafa verið í nálægð við Infantino undanfarna daga verið greint frá stöðu mála. 

Infantino tók við forsetastól FIFA af Sepp Blatter árið 2016, en hann vann áður hjá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 

mbl.is