Skagamaðurinn rólegur yfir áhuga stórliða

Ísak Bergmann Jóhannesson á æfingu U21-árs landsliðsins á v'ikingsvelli í …
Ísak Bergmann Jóhannesson á æfingu U21-árs landsliðsins á v'ikingsvelli í október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísak Bergmann Jóhannesson hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í úrvalsdeildinni þar í landi á þessari leiktíð.

Ísak er einungis 17 ára gamall en stórlið á borð við Juventus og Manchester United hafa nú þegar sent njósnara sína til þess að fylgjast með Skagamanninum sem er orðinn fastamaður í liði Norrköping þrátt fyrir ungan aldur.

Bæði þjálfari hans, Jens Gustafsson, og yfirnjósnari Norrköping, Stig Tor­björn­sen, ræddu um áhugann á leikmanninn á dögunum en Gustafsson hrósaði honum í hástert eftir 2:2-jafntefli AIK og Norrköping í gær og sagði hann einn besta leikmann sænsku úrvalsdeildarinnar í langan tíma.

Ég er alveg hreinskilinn þegar ég segi að þetta truflar mig ekki neitt,“ sagði Ísak í samtali við Skagafréttir þegar hann ræddi áhuga stærstu liða Evrópu á sér.

Ég er alveg sultuslakur yfir þessu öllu. Ég hef undirbúið mig fyrir svona hluti, hvort sem þeir eru neikvæðir eða jákvæðir. Það sem skiptir mig máli er hvað fólkið sem stendur mér næst er að segja, fjölskyldan og þjálfari. Það sem skrifað er um mig í fréttum eða á samfélagsmiðlum skiptir mig litlu máli, þannig hefur það verið og þannig mun það verða áfram,“ bætti Ísak við í samtali við Skagafréttir.

Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert