Ronaldo búinn að fá nóg

Cristiano Ronaldo er búinn að fá nóg.
Cristiano Ronaldo er búinn að fá nóg. AFP

Cristiano Ronaldo verður ekki með Juventus er liðið mætir Barcelona í Meistaradeild Evrópu í fótbolta klukkan 20 í kvöld. Ronaldo er enn með kórónuveiruna, tveimur vikum eftir að hann greindist jákvæður í fyrsta skipti. 

Ronaldo er orðinn dauðþreyttur á stöðunni, en hann birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagðist vera við góða heilsu og bætti við að skimanir væru kjaftæði. Hann eyddi myndinni einum og hálfum tíma síðar. 

Portúgalinn greindist fyrst jákvæður 13. október er hann var í landsliðsverkefni. Síðan þá hefur hann verið skimaður 18 sinnum og alltaf greinst jákvæður. Verður leikurinn gegn Barcelona fjórði leikurinin sem Ronaldo missir af, en hann er einkennalaus. 

mbl.is