Tíu íslensk mörk í kærkomnum sigri

Rúnar Kárason skoraði fimm mörk.
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk. Ljósmynd/Ribe-Esbjerg

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg vann kærkominn 31:25-útisigur á Aarhus í dönsku úrvalsdeildnni í handbolta í kvöld. Var sigurinn sá fyrsti eftir sex leiki í röð án sigurs. 

Ribe-Esbjerg vann síðast deildarleik 18. september og hefur síðan þá leikið sex leiki, tapað fimm og gert eitt jafntefli. 

Rúnar Kárason var markahæstur Íslendinganna hjá Ribe-Esbjerg með fimm mörk, Daníel Þór Ingason skoraði þrjú og Gunnar Steinn Jónsson tvö. 

Liðið er í 12. sæti með fimm stig eftir ellefu leiki, en liðið hefur alls unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað átta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert