Ronaldo er laus úr einangrun

Cristiano Ronaldo má æfa á ný.
Cristiano Ronaldo má æfa á ný. AFP

Cristiano Ronaldo er laus við kórónuveiruna og má byrja að æfa á nýjan leik með liði sínu, Juventus á Ítalíu, eftir nítján daga einangrun og skimun í kjölfarið.

Juventus skýrði frá þessu á heimasíðu sinni í dag en Ronaldo hefur aðeins náð að spila tvo af fyrstu fimm leikjum liðsins í ítölsku A-deildinni og jafnframt misst af leikjum gegn Dynamo Kiev og Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Næsti leikur Juventus er gegn Spezia á sunnudaginn og Ronaldo á nú möguleika á að taka þátt í honum.

mbl.is