Enn vinnur Barcelona ekki

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, hundsvekktur í leiknum í kvöld.
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, hundsvekktur í leiknum í kvöld. AFP

Spænska stórlið Barcelona hefur nú spilað fjóra deildarleiki í röð í efstu deild án þess að vinna sigur eftir að liðið varð að sætta sig við 1:1-jafntefli gegn Alavés á útivelli í kvöld.

Luis Rioja kom heimamönnum óvænt yfir eftir hálftímaleik þegar hann rændi markvörð Barcelona, Neto, boltanum og skoraði en heimamenn lentu í klandri á 62. mínútu þegar miðjumaðurinn Jota fékk rautt spjald.

Antoine Griezmann jafnaði metin fyrir Börsunga mínútu síðar en þeim tókst ekki að kreista fram sigurmark þrátt fyrir að vera manni fleiri í hálftíma. Barcelona er í 12. sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert