Skagamaðurinn með veiruna

Stefán Teitur Þórðarson samdi við B-deildarlið Silkeborg í Danmörku.
Stefán Teitur Þórðarson samdi við B-deildarlið Silkeborg í Danmörku. Ljósmynd/Silkeborg

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur greinst með kórónuveiruna en hann er nýgenginn til liðs við danska knattspyrnufélagið Silkeborg sem leikur í B-deildinni.

Stefán missti af fyrstu leikjum liðsins vegna þess að hann þurfti að vera í sóttkví eftir að kór­ónu­veiru­smit greind­ist hjá leik­manni U21 árs landsliði Íslands. Hann þreytti svo frumraun sína með Silkeborg fyrir rúmri viku og hefur spilað þrjá leiki fyrir liðið.

Nú er hins vegar ljóst að hann missir af næstu leikjum en þrír leikmenn Silkeborg greindust með veiruna samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Ásamt Stefáni er markvörðurinn Stan van Bladeren og fyrirliðinn Kasper Jensen smitaðir. Þeir verða því ekki með liðinu gegn Vendsyssel á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert