Markahæstur í Hollandi

Elías Már Ómarsson í leik með Excelsior.
Elías Már Ómarsson í leik með Excelsior.

Elías Már Ómars­son skoraði enn eitt markið fyrir Excelsior í hollensku B-deildinni í knattspyrnu er hann kom liðinu á bragðið í 4:1-sigri gegn varaliði AZ Alkmaar í dag.

Elías spilaði allan leikinn fyrir heimamenn og kom þeim í forystu á 56. mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik. Excelisor er í 8. sæti deildarinnar með 20 stig en Elías er markahæstur með 16 mörk í 13 leikjum.

mbl.is