Atlético skildi Barcelona eftir

Yannick Carrasco fer hér illa með Marc-André ter Stegen í …
Yannick Carrasco fer hér illa með Marc-André ter Stegen í leiknum í kvöld. AFP

Atlético Madríd fór upp að hlið Real Sociedad á toppi spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu með 1:0-heimasigri á Barcelona í stórleik helgarinnar í kvöld. Erfiði Börsunga halda hins vegar áfram en þeir eru í 10. sæti, nú níu stigum frá toppnum.

Yannick Carrasco skoraði sigurmark leiksins í lok fyrri hálfleiks eftir stórfurðulega takta Marc-André ter Stegen í marki Barcelona. Þjóðverjinn rauk úr markinu á móti Carrasco sem átti enn helling eftir. Framherjinn hins vegar renndi knettinum framhjá markverðinum aðvífandi og skoraði svo í autt markið.

Real Madríd gerði fyrr í dag 1:1-jafntefli gegn Villarreal sem er í 3. sæti með 19 stig, Real er sæti neðar með 17.

mbl.is