Birkir spilaði fyrsta leikinn í Íslendingaslag

Birkir Bjarnason í landsleik Íslands og Danmerkur.
Birkir Bjarnason í landsleik Íslands og Danmerkur. AFP

Birkir Bjarnason spilaði sinn fyrsta leik í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu á þessu tímabili er hann mætti landa sínum Óttari Magnúsi Karlssyni í dag. Brescia og Venezia gerðu 2:2-jafntefli.

Birkir kom inn á 70. mínútu í liði Brescia og en Hólmbert Aron Friðjónsson er meiddur. Óttar kom einnig inn af bekknum í liði Venezia, á 77. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í leikmannahópi liðsins.

Venezia er í 4. sæti deildarinnar eftir átta leiki með 14 stig. Brescia er í 10. sæti með níu stig en hefur leikið einum leik minna.

mbl.is