Guðný lánuð frá Milan til Napólí

Guðný Árnadóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Guðný Árnadóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Guðný Árnadóttir er á leiðinni til AC Milan á Ítalíu en samkvæmt DonneNelPallone mun hún fara að láni til Napólí frá AC Milan út tímabilið.

Í frétt miðilsins kemur fram að Guðný komi til með að gera langtímasamning við AC Milan, en liðið er í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar á meðan Napólí er í botnsætinu. Selma Líf Hlífarsdóttir var hjá Napólí á síðustu leiktíð.

Guðný er uppalin hjá FH en hefur leikið með Val síðustu tvö tímabil. Er hún tvítug og hefur leikið 83 leiki í efstu deild og skorað í þeim sex mörk. Þá hefur varnarmaðurinn leikið átta A-landsleiki.

Er Guðný annar íslenski leikmaðurinn til að ganga í raðir AC Milan á árinu því Berglind Björg Þorvaldsdóttir var hjá liðinu í byrjun árs og skoraði þá fimm mörk í fimm leikjum í A-deidlinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert