Á skotskónum í Moskvu       

Arnór Sigurðsson skoraði í dag.
Arnór Sigurðsson skoraði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

CSKA Moskva og Sotsjí gerðu í dag 1:1-jafntefli í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu.

Það tók Arnór aðeins fimm mínútur að skora fyrsta mar leiksins en Nikita Burmistrov jafnaði fyrir Sotsjí á 23. mínútu og þar við sat.

Arnór lék fyrstu 69 mínúturnar með CSKA Moskvu og Hörður Björgvin allan leikinn. CSKA Moskva er í toppsætinu með 32 stig, einu stigi á undan Zenit frá Sanktí Pétursborg.

Arnór hefur verið inn og úr úr byrjunarliði CSKA á leiktíðinni og skorað tvö mörk í tólf leikjum og byrjað sex þeirra. Hörður hefur leikið 13 leiki á tímabilinu, 12 í byrjunarliði, og skorað eitt mark. 

mbl.is