Andri og Íslandshetjan skoruðu

Andri Rúnar Bjarnason fagnar með Esbjerg.
Andri Rúnar Bjarnason fagnar með Esbjerg. Ljósmynd/Esbjerg

Esbjerg fagnaði 2:1-sigri á Skive í dönsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Andri Rúnar Bjarnason kom Esbjerg á bragðið með fyrsta marki leiksins á 18. mínútu og Finninn Pyry Soiri bætti við öðru marki á 47. mínútu. Ólafur Kristjánsson þjálfar Esbjerg.

Soiri varð hetja á Íslandi er hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum í undankeppni HM 2018 sem átti stóran þátt í að Ísland komst á lokamót HM í fyrsta skipti í sögunni.

Esbjerg er í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig, sjö stigum á eftir toppliði Viborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert