Elísabet þjálfari ársins í Svíþjóð

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad. Ljósmynd/@_OBOSDamallsv

Knatt­spyrnuþjálf­ar­inn Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir var í kvöld útnefnd þjálfari ársins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hún stýrir liði Kristianstad sem mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Kristianstad var stofnað árið 1998 en Elísa­bet tók við þjálf­un fé­lags­ins árið 2009 og var tíma­bilið í ár henn­ar tólfta sem þjálf­ari liðsins. Liðið hafnaði í þriðja sæti deild­ar­inn­ar og komst ansi ná­lægt því að enda í öðru sæt­inu en þetta er besti ár­ang­ur fé­lags­ins í efstu deild.

Er þetta í annað sinn sem Elísabetu hlotnast þessi heiður því hún var einnig þjálfari ársins árið 2017. 

Tveir íslenskir leikmenn spila með liðinu, þær Svava Rós Guðmundsdóttir og Sif Atladóttir.

Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir spilar með Rosengård og var tilnefnd sem varnarmaður ársins en ekki valin.

mbl.is