Gæti verið frá í hálft ár

Gerard Piqué fer meiddur af velli í gær.
Gerard Piqué fer meiddur af velli í gær. AFP

Knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué er meiddur á hné og gæti verið frá næsta hálfa árið en hann meiddist í leik Barcelona og Atlético Madríd í spænsku 1. deildinni í gær.

Miðillinn Diario Sport hefur þetta eftir talsmönnum Barcelona sem segja að spænski varnarmaðurinn sé laskaður á hægra hné sínu. Hann mun undirgangast frekari myndatökur í dag en í versta falli verður hann frá í um sex mánuði.

mbl.is