Ungur Íslendingur raðar inn mörkum í Danmörku

Orri Steinn Óskarsson er að gera góða hluti í Danmörku.
Orri Steinn Óskarsson er að gera góða hluti í Danmörku. Ljósmynd/fck.dk

Hinn 16 ára gamli Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir U17 ára lið FC Kaupmannahafnar er liðið vann 4:2-útisigur á AGF í dag.

Orri hefur leikið afar vel með Kaupmannahafnarliðinu og skoraði 15 mörk í aðeins 9 leikjum á tímabilinu og er markahæstur í dönsku U17 ára deildinni.

Orri lék 17 leiki í deild og bikar með Gróttu áður en hann hélt til Danmerkur og skoraði í þeim fjögur mörk. Hjálpaði hann Gróttu í að fara upp um tvær deildir á tveimur árum og upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Óskar er sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar fyrrverandi þjálfara Gróttu og núverandi þjálfara Breiðabliks. Hefur hann leikið 13 leiki með U16 og U17 ára landsliðum Íslands og skorað í þeim 9 mörk og þar af 8 í 6 leikjum með U16 ára liðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert