Greip um kynfæri mótherjans (myndskeið)

Darnell Fisher.
Darnell Fisher. Ljósmynd/@LancsSocial

Darnell Fisher, leikmaður Preston í ensku B-deildinni í knattspyrnu, gæti átt yfir höfðu sér refsingu frá enska knattspyrnusambandinu eftir atvik sem átti sér stað í leik Preston og Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni um helgina.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Preston þar sem Tom Barkhuizen skoraði sigurmark leiksins í upphafi síðari hálfleiks.

Fisher greip tvívegis um kynfæri Callum Paterson, miðjumanns Sheffield Wednesday, í leiknum þegar hann var að dekka hann í hornspyrnu.

Dómari leiksins, David Webb, missti af atvikinu en það náðist á myndbandsupptökur og er nú til skoðunar hjá enska sambandinu.

Fisher gæti átt yfir höfði sér þriggja til fimm leikja bann fyrir athæfið.

mbl.is