Tólfta markið í Svíþjóð

Aron Jóhannsson heldur áfram að raða inn mörkunum í Svíþjóð.
Aron Jóhannsson heldur áfram að raða inn mörkunum í Svíþjóð. Ljósmynd/Hammarby

Aron Jóhannsson var á skotskónum fyrir Hammarby þegar liðið fékk Svíþjóðarmeistra Malmö í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Aron jafnaði metin fyrir Hammarby í stöðunni 1:0 á 35. mínútu.

Aron lék allan leikinn fyrir Hammarby en Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö í gær en fór af velli á 67. mínútu fyrir Oscar Lewicki.

Þetta var tólfta mark Arons í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og jafnframt hans tólfta mark í aðeins fimmtán leikjum.

Framherjinn hefur byrjað fimmtán leiki í deildinni á tímabilinu og þá hefur hann sjö sinnum komið inn á sem varamaður.

Hammarby er í fimmta sæti deildarinnar með 41 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu, 4 stigum frá Evrópusæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert