Chelsea og Sevilla í 16-liða úrslit

Olivier Giroud fagnar sigurmarkinu.
Olivier Giroud fagnar sigurmarkinu. AFP

Chelsea og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir nauma 2:1-útisigra í 4. umferð riðlakeppninnar í kvöld.

Chelsea heimsótti franska liðið Rennes þar sem Olivier Giroud skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í heimalandinu.

Chelsea byrjaði mun betur og komst verðskuldað yfir á 22. mínútu þegar Callum Hudson-Odoi slapp einn í gegn eftir sendingu frá Mason Mount og skoraði af öryggi. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Heimamenn í Rennes gáfust ekki upp og Sehrou Guirassy jafnaði með skalla eftir hornspyrnu á 85. mínútu. Chelsea átti hinsvegar lokaorðið því Giroud skallaði boltann í netið í uppbótartíma eftir að Timo Werner fór illa með dauðafæri og þar við sat.

Í Rússlandi vann Sevilla 2:1-sigur á Krasnodar. Ivan Rakitic kom Sevilla yfir strax á 4. mínútu en Wanderson jafnaði á 56. mínútu. Það dugði ekki fyrir rússneska liðið því Munir El Haddadi skoraði sigurmark Sevilla á fimmtu mínútu uppbótartímans og tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum.

Sevilla er einnig komið í 16-liða úrslit eftir sigur í …
Sevilla er einnig komið í 16-liða úrslit eftir sigur í Rússlandi. AFP
Rennes 1:2 Chelsea opna loka
90. mín. Benjamin Bourgeaud (Rennes) fær gult spjald Sparkar Zouma niður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert