Fyrsta markið í fjögur ár

Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði í dag.
Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rosenborg í fjögur ár er liðið mátti þola 2:3-tap fyrir Brann í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Hólmar lét allan leikinn í vörn Rosenborg og Jón Guðni Fjóluson gerði slíkt hið sama í vörn Brann. Mark Hólmars kom í uppbótartíma og reyndist síðasta mark leiksins.

Hólmar skoraði síðast fyrir Rosenborg í nóvember 2016, en hann yfirgaf norska félagið sama ár og fór til Maccabi Haifa og síðan Levski Sofia, en hann kom aftur til Rosenborg á dögunum.

Hólmar hefur leikið sjö leiki með Rosenborg á leiktíðinni. Jón Guðni hefur sömuleiðis leikið sjö leiki með Brann á leiktíðinni en hann kom til félagsins frá Krasnodar í Rússlandi. 

Rosenborg er í fjórða sæti deildarinnar með 45 stig og Brann í 11. sæti með 28 stig. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt tryggðu sér Noregsmeistaratitilinn á sunnudaginn var.

mbl.is