Íslenskur táningur vekur athygli í Noregi

Birkir Jakob Jónsson
Birkir Jakob Jónsson Ljósmynd/Molde

Knattspyrnumaðurinn Birkir Jakob Jónsson stóð sig vel er hann heimsótti norska liðið Molde á dögunum, en hann er 15 ára framherji Fylkis.

Birkir æfði með unglingaliðum Molde á síðasta ári og var aftur á reynslu hjá liðinu á dögunum.

„Birkir er áhugaverður leikmaður sem hefur vaxið mikið síðasta árið. Hann er með spennandi líkamsbyggingu. Hann hefur staðið sig vel á Íslandi þar sem hann skorar meira en mark að meðaltali gegn leikmönnum sem eru 3-4 árum eldri,“ sagði Thomas Mork, yfirþjálfari unglingaakademíu Molde, við Aftenposten.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert