Maradona í sérflokki

Diego Maradona fangar með heimsmeistarabikarinn í fangindu í Mexíkó árið …
Diego Maradona fangar með heimsmeistarabikarinn í fangindu í Mexíkó árið 1986. AFP

Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona lést á heimili sínu í Tigre í Argentínu í gær en það voru argentínskir fjölmiðlar sem greindu fyrst frá andláti hans.

Maradona var sextugur að aldri þegar hann lést en hann er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar.

Hann lék með liðum á borð við Boca Juniors, Barcelona og Napoli á ferli sínum og þá var hann fyrirliði Argentínu þegar liðið varð heimsmeistari árið 1986 í Mexíkó.

Maradona sló rækilega í gegn í Mexíkó en hann átti þátt í samtals tíu mörkum á heimsmeistaramótinu. Hann skoraði fimm og lagði upp önnur fimm.

Enginn leikmaður í sögunni hefur komið að fleiri mörkum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en þjóðarsorg ríkir í Argentínu eftir fráfall kappans.

mbl.is