Maradona lést í svefni

Diego Armando Maradona var sextugur þegar hann lést.
Diego Armando Maradona var sextugur þegar hann lést. AFP

Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona lést í svefni eftir að hafa fengið hjartaáfall en argentínskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag.

Maradona lést í heimabæ sínum í Tigres í Argentínu í gær en lík hans var krufið í morgun og þar var staðfest að dánarörsök hans hefði verið hjartaáfall.

Þjóðarsorg ríkir í Argentínu vegna fráfalls Maradona en hann var nýorðinn sextugur þegar hann lést.

Maradona gerði garðinn frægan með liðum á borð við Boca Juniors, Barcelona og Napoli á ferlinum.

Hann var fyrirliði Argentínu þegar liðið varð heimsmeistari árið 1986 í Mexíkó og hefur verið í guðatölu í heimalandi sínu allt götur síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert