Patrik maður leiksins hjá Bold

Patrik Sigurður Gunnarsson
Patrik Sigurður Gunnarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson fær hrós fyrir frammistöðu sína í kvöld með Viborg í leik gegn Silkeborg í dönsku B-deildinni í knattspyrnu en þar mættust Íslendingar á vellinum. 

Viborg vann 1:0 og netmiðillinn Bold segir Patrik hafa ráðið úrslitum í leiknum. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á sem varamaður hjá Silkeborg á 65. mínútu.

Patrik og Stefán Teitur eru báðir í 21 árs landsliðinu sem er búið að vinna sér sæti í lokakeppni EM. 

Um toppslag var að ræða því liðin eru í tveimur efstu sætunum. Viborg er með 33 stig í efsta sæti og hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu en Silkeborg er með 25 stig í 2. sæti. 

mbl.is