Rafmagnið fór af vellinum í Slóvakíu

Hallbera Guðný Gísladóttir í fyrri leiknum fyrir rúmu ári síðan.
Hallbera Guðný Gísladóttir í fyrri leiknum fyrir rúmu ári síðan. Kristinn Magnússon

Leikur Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM í knattspyrnu kvenna var stöðvaður. Ástæðan fyrir því var að rafmagnið fór af fljóðljósunum á NTC-vellinum í Seneca í Slóvakíu.

Staðan var 1:0 fyrir Slóvakíu þegar hlé var gert á leiknum á 48. mínútu.

Umsjónarmenn vallarins náðu að lagfæra fljóðljósin að nokkrum mínútum liðnum og gat leikurinn því haldið áfram.

mbl.is