Rúnar Alex byrjar í Noregi

Rúnar Alex Rúnarsson með íslenska landsliðinu eftir leik gegn Belgíu …
Rúnar Alex Rúnarsson með íslenska landsliðinu eftir leik gegn Belgíu í síðasta mánuði. Eggert Jóhannesson

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal, fær tækifæri í byrjunarliðinu í leik liðsins gegn Molde í Noregi í Evrópudeildinni í knattspyrnu karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55.

Þetta er annar leikur Rúnars Alex fyrir Arsenal, en hann spilaði einnig í 3:0 sigri gegn Dundalk í lok október.

Arsenal stendur vel að vígi í B-riðli Evrópudeildarinnar með fullt hús stiga, 9 stig eftir þrjá leiki.

Leikurinn í kvöld er liður í 4. umferð riðilsins og getur Arsenal tryggt sig áfram í 32 liða úrslit keppninnar með sigri. Leikurinn er sömuleiðis mikilvægur fyrir Molde, sem eru í 2. sæti með 6 stig.

mbl.is