Rúnar hélt hreinu í Noregi

Reiss Nelson fagnar marki sínu í dag.
Reiss Nelson fagnar marki sínu í dag. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson hélt marki Arsenal hreinu í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Arsenal heimsótti Molde og vann 3:0 en staðan var 0:0 að loknum fyrri hálfleik. Rúnar hefur nú leikið tvo leiki fyrir Arsenal í keppninni og haldið hreinu í þeim báðum. 

Nicolas Pepe, Ross Nelson og Folarin Balogun skoruðu mörkin fyrir Arsenal sem hefur unnið alla fjóra leiki sína og er nánast öruggt um að komast áfram. 

CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli gegn hollenska liðinu Feyenoord í Moskvu. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn CSKA og Arnór Sigurðsson var einnig í byrjunarliðinu. Hann var tekinn út af eftir 67 mínútur. 

CSKA er í K-riðlinum og er í neðsta sæti. Liðið hefur þrátt fyrir það aðeins tapað einum leik en hefur gert þrjú jafntefli og er án sigurs eftir fjóra leiki. Liðið á enn möguleika að ná 2. sætinu. Dinamo Zagreb er með 8 stig, Feyenoord 5 og Wolfsberger 4 stig. 

Vardy kom Leicester í 32ja liða úrslitin

Jamie Vardy var bjargvættur enska liðsins Leicester þegar hann jafnaði 3:3 í uppbótartíma gegn Braga í Portúgal, rétt eftir að Portúgalarnir virtust hafa skorað sigurmark leiksins. Harvey Barnes og Luke Thomas höfðu áður jafnað tvisvar fyrir Leicester sem með stiginu gulltryggði sér sæti í 32ja liða úrslitum. Leicester er með 10 stig, Braga 7, AEK Aþena 3 og Zorya Luhansk 3 stig eftir fjórar umferðir af sex.

Úrslit í fyrri leikjum kvöldsins:

A-riðill:
CSKA Sofia - Young Boys 0:1

B-riðill:
Molde - Arsenal 0:3

G-riðill:
AEK Aþena - Zorya Luhansk 0:3
Braga - Leicester 3:3

H-riðill:
Lille - AC Milan 1:1
Sparta Prag - Celtic 4:1

I-riðill:
Maccabi Tel Aviv - Villarreal 1:1
Qarabag - Sivasspor 2:3

J-riðill:
LASK Linz - Antwerpen 0:2

K-riðill:
CSKA Moskva - Feyenoord 0:0
Wolfsberger - Dinamo Zagreb 0:3

L-riðill:
Gent - Rauða stjarnan 0:2
Slovan Liberec - Hoffenheim 0:2

Fjölmargir leikir hefjast kl. 20.00.

Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is