Tap hjá Al Arabi

Freyr Alexandersson og Heimir Hallgrímsson.
Freyr Alexandersson og Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið í Katar, Al Arabi, nær sér ekki á strik í deildakeppninni þótt liðið hafi gengið nokkuð vasklega fram í bikarkeppnunum. 

Í dag tapaði liðið 3:0 á útivelli fyrir Qatar SC sem er í 6. sæti en Al Arabi er í 10. sæti af tólf liðum. Al Arabi hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni og er með 5 stig. 

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðjunni. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið og Freyr Alexandersson er honum til aðstoðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert