Undrabarnið ekki á förum

Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkunum í Þýskaladi.
Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkunum í Þýskaladi. AFP

Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá þýska knattspyrnufélaginu Borussia Dortmund, hefur enga trúa á því að Erling Braut Haaland muni yfirgefa liðið á næstu árum.

Norski framherjinn, sem er einungis tvítugur að aldri, gekk til liðs við þýska félagið frá Salzburg í Austurríki í janúar á þessu ári.

Haaland hefur raðað inn mörkunum í Þýskalandi og skorað 33 mörk í 31 leik fyrir Dortmund á þessu ári.

Norðmaðurinn er samningsbundinn til sumarsins 2024 en hann er með klásúlu í samningi sínum sem verður virk sumarið 2022. Þá getur hann yfirgefið félagið fyrir 67 milljónir punda.

„Ég sé hann ekki yfirgefa félagið á næstu árum,“ sagði Zorc í samtali við Bild.

mbl.is