Vandræði Real héldu áfram

Alavés vann óvæntan sigur á Real Madrid í kvöld.
Alavés vann óvæntan sigur á Real Madrid í kvöld. AFP

Real Madrid lék sinn þriðja leik í röð í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld án þess að fagna sigri en stórveldið tapaði afar óvænt á heimavelli fyrir Alavés, 1:2.

Lucas Pérez kom Alavés yfir á 5. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Joselu bætti við marki á 49. mínútu. Brasilíumaðurinn Casemiro minnkaði muninn fyrir Real á 86. mínútu og þar við sat.

Er Real aðeins búið að ná í eitt stig af síðustu níu mögulegum og er fyrir vikið í 4. sæti með 17 stig, sex stigum á eftir Real Sociedad og Atlético Madrid sem eru efst með 23 stig.

mbl.is