Íslenskur táningur skoraði tvö í fyrsta leik

Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson Ljósmynd/fck.dk

Unglingalandsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson nýtti fyrsta tækifærið sitt með U19 ára liði FC Kaupmannahafnar afar vel og skoraði tvö mörk í 3:1-sigri á SønderjyskE í gær.

Orri er aðeins 16 ára gamall og hefur leikið með U17 ára liði danska stórliðsins á tímabilinu. Orri lék með Gróttu áður en hann hélt til Danmerkur og spilaði þar undir stjórn föður síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

Orri hefur leikið 13 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim níu mörk, þar af átta í sex leikjum með U16 ára landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert