Óheppnin eltir Hazard

Eden Hazard gengur svekktur af velli í gær.
Eden Hazard gengur svekktur af velli í gær. AFP

Meiðslin elta belgíska knattspyrnumanninn Eden Hazard því hann entist aðeins í 28 mínútur er Real Madrid tapaði óvænt fyrir Alavés í spænsku 1. deildinni í gærkvöld.

Hazard hefur lítið komist af stað síðan hann fór til Real frá Chelsea á síðasta ári fyrir 150 milljónir punda og aðeins leikið 27 leiki, þar af þrjá byrjunarliðsleiki í deildinni á þessari leiktíð.

Varr Hazard einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann hélt til Spánar en hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í 28 leikjum með Real, en hann skoraði 110 mörk í 352 leikjum með Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert