Bröndby á toppnum

Hjörtur Hermansson.
Hjörtur Hermansson. AFP

Bröndby er á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir tíu umferðir en liðið vann stórsigur á Lyngby 4:1 í kvöld. 

Bröndby er með 21 stig eftir tíu leiki. Hefur unnið sjö og tapað þremur. Hefur liðið eitt stig í forskot á Midtjylland. Lyngby er hins vegar í neðsta sæti með 3 stig. 

Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður hjá Bröndby á 81. mínútu. Frederik Schram var varamarkvörður hjá Lyngby. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert