Dóttir Maradona hágrét eftir mark

Leikmenn Boca voru allir með Maradona á bakinu í leiknum.
Leikmenn Boca voru allir með Maradona á bakinu í leiknum. AFP

Boca Juniors hafði betur gegn Newell‘s Old Boys í efstu deild Argentínu í fótbolta í nótt, 2:1. Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, lék með Boca á árunum 1981 og 1982, en hann lést úr hjartaáfalli sextugur að aldri í síðustu viku.

Leikmenn Boca fögnuðu marki í nótt með því að fara að einkastúku Maradona og heiðra föllnu hetjuna. Dóttir hans Dalma var í stúkunni og eins og gefur að skilja báru tilfinningarnar hana ofurliði.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is