Neyðarfundur þýska landsliðsins

Joachim Löw gæti misst vinnuna fljótlega.
Joachim Löw gæti misst vinnuna fljótlega. AFP

Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mun funda með knattspyrnusambandi Þýskalands í dag um framtíð sína með liðið. Sky í Þýskalandi greinir frá.

Löw hefur þjálfað þýska liðið síðustu 14 ár og gerði það að heimsmeistara árið 2014. Ekki hefur gengið sem skyldi að undanförnu hins vegar og 0:6-tapið fyrir Spánverjum fyrr í mánuðinum var stærsta tap þýska landsliðsins í 90 ár.

Þá komst Þýskaland ekki út úr riðli sínum á HM í Rússlandi sumarið 2018. Núgildandi samningur Löw gildir fram að HM í Katar 2022, en nú er óvíst hvort hann stýrir liðinu fram að heimsmeistaramótinu.

mbl.is