Sá norski er mannlegur (myndskeið)

Viðbrögð Erlings Braut Håland eftir að hann klúðraði færinu gegn …
Viðbrögð Erlings Braut Håland eftir að hann klúðraði færinu gegn Köln. AFP

Erling Braut Håland hefur varla stigið feilspor síðan honum skaut upp á stjörnuhimininn í knattspyrnunni. 

Håland raðaði inn mörkum fyrir Salzburg í Austurríki og hefur haldið uppteknum hætti hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi. Hefur hann skorað 23 mörk í 22 leikjum í deildinni fyrir utan öll mörkin í Meistaradeildinni. 

Dortmund tapaði óvænt á heimavelli 1:2 fyrir gamla stórliðinu Köln um helgina. Þar brást Håland óvænt bogalistin í dauðafæri eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is