Tímamót í Meistaradeild Evrópu

Stephanie Frappart með spjaldið á lofti í leik Montpellier og …
Stephanie Frappart með spjaldið á lofti í leik Montpellier og Angers. AFP

Franski knattspyrnudómarinn Stephanie Frappart öðlast sérstakan sess í knattspyrnusögunni á miðvikudaginn þegar hún verður fyrsta konan sem dæmir karlaleik í Meistaradeild Evrópu. 

Frappart mun annast dómgæsluna þegar ítölsku meistararnir í Juventus taka á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í Tórínó í G-riðli keppninnar. Barcelona og Juventus eru í kjörstöðu í riðlinum og eru komin áfram í 16-liða úrslitin þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni. 

Hicham Zakrani og Mehdi Rahmouni verða aðstoðardómarar og Karim Abed fjórði dómari. 

Stephanie Frappart dæmdi á dögunum leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM kvenna í Gautaborg. Hún hefur þegar dæmt í Evrópudeildinni hjá körlunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert