Fellur Real Madríd úr keppni?

Zinedine Zidane knattspyrnustjóri Real er í erfiðri stöðu.
Zinedine Zidane knattspyrnustjóri Real er í erfiðri stöðu. AFP

Staða Real Madríd er ekki glæsileg eftir fimm leiki af sex í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en liðið tapaði í dag fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu 2:0.  

Sú staða gæti hæglega komið upp að hvorki Real Madríd né Inter komist upp úr B-riðli Meistaradeildarinnar. En sú staða getur enn komið upp að bæði liðin komist áfram en þá þurfa menn að herða róðurinn.

Shaktar vann báða leikina gegn Real en Dentinho og Manor Solomon skoruðu mörkin. 

Borussia Mönchengladbach og Inter mætast í Þýskalandi í kvöld. Með sigri er Gladbach komið áfram í keppninni en Inter þarf að vinna síðustu tvo leikina til að eiga möguleika. 

Gladbach er með 8 stig, Shakhtar Donetsk 7, Real Madríd 7 og Inter 2 stig. Í síðustu umferð á Real heimaleik gegn Gladbach og Inter heimaleik gegn Shakhtar. 

mbl.is