Mikael lék gegn Atalanta í Meistaradeildinni

Mikael Anderson í baráttu við Matteo Pessina í kvöld.
Mikael Anderson í baráttu við Matteo Pessina í kvöld. AFP

Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, lék allan leikinn með Midtjylland þegar danska liðið náði flottum úrslitum í Meistaradeild Evrópu á Ítalíu í kvöld. 

Midtjylland gerði 1:1 jafntefli gegn Atalanta í D-riðli keppninnar og náði í sitt fyrsta stig í keppninni en ein umferð af sex er eftir í riðlakeppninni. Um tímamót var að ræða fyrir Mikael því hann hafði ekki áður byrjað inn á í keppninni en hafði komið inn á sem varamaður. 

Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, kom Midtjylland yfir á 13. mínútu en Cristian Romeru jafnaði fyrir Atalanta á 79. mínútu. 

Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiacos sem tapaði 2:1 fyrir Marseille í Frakklandi en er í harðri baráttu við franska liðið um þriðja sæti riðilsins og sæti í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Alexander Scholz fagnar markinu í kvöld og í baksýn (34) …
Alexander Scholz fagnar markinu í kvöld og í baksýn (34) er Mikael. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert