Staðfesta brottför Kolbeins

Kolbeinn Sigþórsson hefur leikið með AIK frá því í mars …
Kolbeinn Sigþórsson hefur leikið með AIK frá því í mars 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður AIK í Svíþjóð, mun yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Þetta staðfesti sænska félagið á heimasíðu sinni í dag en Kolbeinn gekk til liðs við AIK í mars 2019 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Kolbeinn, sem er þrítugur að árum, hefur komið við sögu í43 leikjum með AIK á tíma sínum í Svíþjóð þar sem hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur sex fyrir liðsfélaga sína.

„Tími Kolbeins í herbúðum AIK fór ekki eins og hann, né félagið, ætlaði sér,“ sagði Henrik Jurelius, yfirmaður íþróttamála hjá AIK, í samtali við heimasíðu félagsins.

„Við höfum því komist að samkomulagi um að ljúka samstarfinu. Við óskum Kolbeini alls hins besta í framtíðinni,“ bætti Jurelius.

Kolbeinn hefur verið afar óheppinn með meiðsli, undanfarin ár, en hann á að baki 60 landsleiki þar sem hann hefur skorað 26 mörk.

Kolbeinn er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, ásamt Eið Smára Guðjohnsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert