Start náði í stig gegn meisturunum

Emil Pálsson (6) og Viðar Ari Jónsson (23) fyrir leik …
Emil Pálsson (6) og Viðar Ari Jónsson (23) fyrir leik Sandefjord og Aalesund í kvöld. Ljósmynd/Jon Forberg

Start náði í stig gegn meisturunum í Bodö/Glimt í 27. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Stigið kemur sér vel fyrir Start sem er rétt fyrir ofan fallsvæðið. 

Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson stýrir Start en Guðmundur Andri Tryggvason var ekki með vegna meiðsla. Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodö/Glimt sem tryggði sér meistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins á dögunum. 

Start er með 26 stig í 13. sæti af 16 liðum en Start kom upp úr næstefstu deild í fyrra. 

Enginn Íslendingur var á skotskónum í dag en nokkrir komu við sögu í leikjunum. Sandefjord mjakaði sér frá fallsvæðinu með útisigri gegn Aalesund 2:1. Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson voru í byrjunarliðinu og Davíð Kristján Ólafsson einnig hjá Aalesund. 

Jóhannes Harðarson, þjálfari Start.
Jóhannes Harðarson, þjálfari Start. Ljósmynd/Start
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert