2.000 áhorfendur leyfðir í kvöld

Frá leik Arsenal og Aston Villa í síðasta mánuði. Í …
Frá leik Arsenal og Aston Villa í síðasta mánuði. Í kvöld verður Emirates-völlurinn ekki tómur líkt og í þeim leik. AFP

Arsenal verður í kvöld fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fær áhorfendur á heimavöll sinn síðan 11. mars síðastliðinn, þegar það tekur á móti Rapid Vín í Evrópudeildinni klukkan 20:00.

2.000 stuðningsmenn liðsins fá að mæta á Emirates-völlinn og bera sína menn augum eftir tæplega níu mánaða hlé. Arsenal lék síðast frammi fyrir áhorfendum á heimavelli sínum þann 7. mars síðastliðinn, þegar liðið spilaði gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni.

Þann 11. mars fór svo fram leikur Liverpool og Atlético Madríd í Meistaradeild Evrópu. Það reyndist síðasti leikur ensks úrvalsdeildarliðs með áhorfendur því þriggja mánaða hlé á keppni fór í kjölfarið í hönd.

Þegar leikar hófust að nýju í júní síðastliðnum var svo algjört áhorfendabann, sem hefur nú verið létt á með skilyrðum frá og með deginum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert