Heppinn að haldast inn á

Ole Gunnar Solskjær ásamt Fred eftir sigurleik Manchester United gegn …
Ole Gunnar Solskjær ásamt Fred eftir sigurleik Manchester United gegn Southampton um helgina. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði Fred, miðjumann liðsins, hafa verið heppinn að haldast inni á vellinum þegar hann fékk gult spjald fyrir að skalla Leandro Paredes, leikmann Paris Saint Germain, í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.

„Hann var heppinn að fá að halda leik áfram. Dómarinn gerði mistök þar en það er leyfilegt,“ sagði Solskjær við BT Sport að leik loknum.

Fred fékk þó sitt annað gula spjald og þar með rautt á 70. mínútu leiksins, sem endaði með 3:1 sigri PSG.

Solskjær sagði að hann hefði kannski átt að taka Fred af velli í kjölfar ákvörðunar dómarans um að reka hann ekki af velli þegar hann skallaði Paredes. „Hann spilaði vel en ákvörðun dómarans lætur mann kannski hugsa til baka og segja með sjálfum sér að maður hefði átt að taka hann af velli.“

„En það var engin ástæða til þess að taka hann af velli miðað við frammistöðu hans,“ sagði Solskjær einnig.

Hann bætti því við að honum hefði ekki þótt síðara gula spjald Fred vera rétt þar sem hann hefði náð boltanum.

mbl.is