Lars Lagerbäck lætur af störfum

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lars Lagerbäck lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Noregs í knattspyrnu en norska knattspyrnusambandið hefur þegar fundið eftirmann hans. 

Nettavisen segir frá því að Ståle Solbakken hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari og taki formlega við starfinu 7. desember og vitnar í tilkynningu frá norska sambandinu. 

Noregur féll í haust úr keppni á EM eftir tap í umspili og Svíanum tókst ekki að fara með Noreg á stórmót. Undir hans stjórn fór liðið þó upp um fjörtíu sæti á FIFA listanum. 

Ståle Solbakken hætti á dögunum hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn en þar hafði hann stýrt karlaliðinu í sjö ár. 

Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu eins og íþróttaáhugafólk þekkir frá 2012 til 2014 og  ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2014 til 2016. 

mbl.is