Ljóst hvaða þjóðir mætast í Þjóðadeildinni

Kevin de Bruyne verður væntanlega á sínum stað með landsliði …
Kevin de Bruyne verður væntanlega á sínum stað með landsliði Belgíu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. AFP

Í dag var dregið í undanúrslit Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu karla. Ítalía mætir Spáni og Belgía mætir Frakklandi.

Úrslitakeppnin fer öll fram á Ítalíu dagana 6. til 10. október á næsta ári.

Leikur Ítalíu og Spánar mun fara fram þann 6. október á San Síró-vellinum í Mílanó og leikur Belgíu og Frakklands mun fara fram þann 7. október á Juventus-vellinum í Tórínó

Úrslitaleikurinn fer svo fram 10. október á San Síró og leikurinn um þriðja sætið á Juventus-vellinum sama dag.

Portúgal unnu fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar á síðasta ári, þegar liðið hafði betur gegn Hollandi. England lenti í þriðja sæti eftir sigur gegn Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert