Merkilegur áfangi hjá Ronaldo

Alvaro Morata, Federico Chiesa og Cristiano Ronaldo fagna marki í …
Alvaro Morata, Federico Chiesa og Cristiano Ronaldo fagna marki í Tórínó í gær. AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði eitt marka Juventus í þægilegum 3:0 sigri á Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu og hefur þá skorað 750 mörk í atvinnumennskunni.

Ronaldo hefur leikið fyrir Sporting Lissabon, Manchester United, Real Madríd og nú Juventus fyrir utan portúgalska landsliðið en 102 mörk hefur hann skorað í landsleikjum. Mörkin fyrir Juventus eru nú orðin 75 talsins.mbl.is