Rúnar Alex í byrjunarliði Arsenal

Rúnar Alex Rúnarsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Belgíu …
Rúnar Alex Rúnarsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Belgíu í október síðastliðinum. Eggert Jóhannesson

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er í byrjunarliði Arsenal í leik liðsins gegn Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Þetta verður þriðji leikur Rúnars Alex fyrir Arsenal.

Báðir leikir Rúnars Alex til þessa hafa sömuleiðis komið í Evrópudeildinni. Hefur hann haldið markinu hreinu í þeim báðum, í 3:0 sigri gegn Dundalk og öðrum 3:0 sigri gegn Molde í síðustu viku.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is