Tilnefnd sem leikmaður ársins

Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingibjörg Sigurðardóttir er tilnefnd sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir frammistöðu sína með Vålerenga. 

Þrír leikmenn koma til greina og voru valdir af fjögurra manna dómnefnd sem skipuð var einstaklingum af fjölmiðlunum. 

Ásamt Ingibjörgu eru tveir leikmenn frá Rosenborg tilnefndir. Eru það Julie Blakstad og Cesilie Andreassen. 

Í umsögn um Ingibjörgu segir: „Vörnin hefur staðið upp úr hjá Vålerenga en liðið náði sínum besta árangri frá upphafi. Ingibjörg stjórnar vörninni sem fékk fæst mörk á sig í deildinni. Hún hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu og er nánast vonlaust að komast framhjá henni. Auk þess skoraði hún sex mörk. 

Ingibjörg gæti jafnframt orðið tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári í Noregi en Vålerenga er efst í úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina og er komið í úrslitaleik bikarkeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert