Sveinn skoraði og OB snéri taflinu við

Sveinn Aron Guðjohnsen
Sveinn Aron Guðjohnsen mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá OB og nýtti tímann vel þegar OB vann AaB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 

Sveinn var settur inn á eftir 78 mínútur þegar staðan var 0:1. Hann var ekki lengi að jafna og gerði það á laglegan hátt aðeins mínútu síðar. 

Mikkel Hyllegaard skoraði sigurmarkið á 87. mínútu en hann hafði einnig komið inn á sem varamaður í leiknum. 

OB er í 8. sæti með 14 stig en AaB í 5. sæti með 16 stig. 

mbl.is